07 March 2017

SMÁTT EN SMÁATRIÐIN TALA

INNI I HEIMSÓKN
Íbúðin sem við skoðum núna er í smærri kantinum en stútfull af áhugaverðum smáatriðum sem bera hana uppi. Kannski ekki beint smáatriðum, heldur eru í henni fídusar og þættir sem gera ekki stóra íbúð að virkilega góðu rými að búa í. Það eru færri en fleiri sem búa smátt og ekki margir sem búa við það lúxuxvandamál að vita ekki hvað þeir eigi að gera við allt plássið! Þess vegna eru alltaf not fyrir góðar hugmyndir að skoða og meta. Stór þáttur í innanhússhönnun eru svartir stálrammar með gleri sem eru á tveimur stöðum og skipta rýminu en halda því jafnframt mjög opnu. Þá er stofan og liturinn á henni dæmi um að í litlu rými má sannarlega nota dökka og sterka liti án þess að rýmið minnki, eins og margir sérfræðingar segja. Það er gömul og úrelt regla og slíkar reglur eru til að brjóta. Eldhúsið er skemmtilegt og húsgögnin þar. Skápurinn í svefnherberginu kemur vel út og notkunin á ganginum er góð. SMELLIÐ HÉR til að sjá allar myndirnar. No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...