02 March 2017

BÓHEM ALLA LEIÐ

INNI I STÍLL
Sem sannur fylgjandi þess sem kallast blandaður stíll, hlýtur það að vera nokkuð augljóst að mér finnst mörg stílbrigði heillandi og skemmtileg. Þó ekki nema þegar hlutirnir eru teknir alla leið og sýna sanna mynd. Þegar maður heillast af samblandi eins og ég, þá pikkar maður út héðan og þaðan það sem maður fellur fyrir og leysir þá þraut að setja pússluspilið saman. Bóhemískt yfirbragð er eitthvað sem mér finnst ótrúlega gaman að skoða og þá sérstaklega fyrir þær sakir hve stíllinn er afslappaður. Myndin hér að ofan er af heimili sem virkilega tekur þetta alla leið og er ótrúlega skemmtilegt. Þar eru svo margir fallegir hlutir, ótrúlegar plöntur, öðruvísi raðað upp og yfirbragðið heillandi í alla staði. Ég skora á ykkur að skoða allar myndirnar með því að ÝTA HÉR. 1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...