10 February 2017

SJÖAN Í ÖÐRU SAMHENGI

INNI I HÖNNUN
Íslendingar eru fyrir skandinavíska hönnun. Punktur. Það er eitthvað við hana sem fellur að því sem þeim þykir fallegt. Ekki að undra. Margt er einstakt í hönnunarsögunni. Tökum sem dæmi stóla sem margir eiga. Sjöuna og Maurinn eftir Arne Jacobsen, sem danska fyrirtækið Fritz Hansen framleiðir. Hugmyndin að þeim er líklegast sú að nota stólana í kringum matarborð og flestir kaupa sér þá með það í huga. En þarna skulum við hugsa út fyrir boxið. Bæði Sjöan og Maurinn eru hlutir sem mega hafa allt annan tilgang. Vera allt annars staðar. Í raun sjáum við fegurð þeirra mun betur við aðrar aðstæður en þegar þeir eru hafðir við borðstofuborð. Það má dreifa svona stólum um íbúðina, og koma þeim á óhefðbundnari staði. 
Fritz Hansen er fyrirtæki sem vinnur með allar svona hugmyndir og nota hlutina sína endalaust til að sýna möguleikana. Hvað væri nú fínt ef maður ætti þetta og hitt og hvað þetta og hitt sem þú átt getur komið á óvart ef þú gerir annað með það. Instagram-ið þeirra er svakalega skemmtilegt og þess virði að fylgja. Þegar farið er í gegnum myndir frá Fritz Hansen sést hversu hugmyndirnar eru óendanlega margar með notkun á Sjöunni og Maurnum, og fyrir þá sem þykir gaman að breyta og lítið á heimilið sitt sem verkefni í endalausri þróun, þá eru hérna myndir sem ættu að veita góðan innblástur. Lesa nánar til að sjá myndirnar. 
fritzhansen.dk
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...