07 February 2017

KLASSÍSKT, NÚTÍMALEGT OG BLANDAÐ

INTERIORS I HOME VISIT
Nútímalegar byggingar bera yfirleitt nútímalegt yfirbragð hönnunar að innan. Einhvern veginn verður úr samasem merki í þeim efnum milli arkitekta, hönnuða og íbúa. Yfirleitt er of lítið hugsað út fyrir stílinn og farnar leiðir sem er flóknara að vinna með – að gera ráð fyrir blönduðum stíl og tvinna saman stílbrigðum á úthugsaðan hátt. Það er fín lína að vinna með en skilar sér í svo miklu áhugaverðara umhverfi. Heimilið sem þið ætlið að skoða ber þessi sterku merki; að stílbrigðum er tvinnað saman á næman hátt svo úr verður virkilega áhugaverð blanda. Klassísk aristókratabygging er innréttuð með stílhreinum og einföldum innréttingum. Húsgögn og aukahlutir endurspegla svo enn frekar blandaðan stíl eigenda með grófum hlutum og klassískri hönnun í bland við nýlegri. Virkilega fallegt heimili. SMELLIÐ hér til að skoða allt innlitið og fá nánari upplýsingar. No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...