23 February 2017

HVERNIG TEKKIÐ FÆR NOTIÐ SÍN

INNI I UPPSTILLINGAR
Tekkhúsgögn eru eitthvað sem mjög margir eiga. Þau gengu í endurnýjun lífdaga fyrir allmörgum árum eftir að hafa verið nokkurs konar tabú ansi lengi. Mjög margir hafa tilfinningaleg tengsl við slík húsgögn, fengu þau í gjöf, arf og þykir vænt um þau, en eiga í vandræðum með að koma þeim fyrir. Þykir tekkið ganga erfiðlega með öðru. Tekkhúsgögn eru samt dæmi um hluti sem geta komið rosalega fallega út í blandaðri umgjörð og þá sérstaklega ef hlúð er að þeim og þeim leyft að njóta vafans. Staðreyndin er þó sú, að tekk með sínum appelsínugula blæ, gengur misvel með öðrum viðartegundum og sennilega er hvað erfiðast að vinna með tekkhluti á hefðbundnu eikargólfi og láta tekk vinna vel með eik. Til þess að láta slíkt ganga vel upp, er sniðugt að hafa mottu undir eða við tekkhúsgögn, hafa vegginn sem hluturinn stendur við í öðrum lit en hvítum, leyfa hlutnum að standa svolítið einum og sér og það sem má ekki gleyma; skreyta fallega. Nota lampa sem eru áberandi, plöntur, stórar myndir og áhugaverða hluti og bækur. Tekk spilar betur við ljósari eða dekkri viðartegundir og eins við grófara hráefni eins og flot og steypu. Myndirnar sem hér fylgja styðja þetta sem ég er að tala um. Skoðið þær vel og fáið innblástur með því að lesa nánar. fyrir allar nánari upplýsingar
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...