02 February 2017

GLEYMIÐ EKKI SMÁFUGLUNUM

INNI I BÖRN
Ég er á þeirri skoðun að það sé mjög mikilvægt fyrir börn að hafa herebrgin sín vel skipulögð og einföld, sama hver stærðin er á þeim. Svo ekki sé minnst á snyrtileg. Ég hef nefnilega tekið eftir í gegnum tíðina, að ef svo er ekki, þá missa þau áhugann á að leika sér og vera þar inni. Þeim líður ekki nógu vel. Þá er ég ekki að tala um að ganga frá öllu „spikk and span" hvert einasta kvöld. Við erum vön því hér heima hjá okkur að leikið er á ýmsum stöðvum sem hafa hlutverk og leikurinn getur haldið áfram svo dögum skiptir. Maður eyðileggur það ekki. Það sem er hins vegar mikilvægt er að blessuð börnin viti að það þarf og á að ganga frá og að þau geri það sjálf (þekki það af eigin raun að það tekst ekki alltaf). Ef það á að takast þá þurfa börnin að vita hvert dótið á að fara, hvaða stað það á. Sem o,g að það er að taka til fyrir sig en ekki bara mig! 
Barnaherbergi eru flókin herbergi í huga margra og í minni vinnu er ég iðulega spurð um þetta herbergi því það er til vandræða. Yfirleitt eru barnaherbergi of lítil til að koma öllu fyrir sem þar þarf að rúmast og það er troðið út af dóti. Þá er spurt um lausnir, uppröðun og hvernig má hreinlega gera það fallegra. 
Talandi um þetta, þá bað Kaja mig um að gera póst um barnaherbergi. Hún elskar að fara inn á Pinterest og skoða falleg herbergi. Við völdum því þessar myndir saman og ef þið ýtið á lesa nánar hnappinn sjáið þið allar myndirnar sem og skýringar hvers vegna herbergið á myndinni virkar. Þarna gætu verið gagnlegar upplýsingar! 

Einfaldar skúffueiningar og plata ofan á, úr verður borð og bekkur og mikið pláss fyrir dót. 
Svona stakar skúffur má t.d. kaupa í Ikea.Tjald eða himnasæng virkar alltaf. Stelpuútgáfan af tjaldi eða himnasæng sem er leiksvæði.Einfaldleikinn er skemmtilegur. Fallegt og heimagert sem er líka öðruvísi.Systkini og tvíburar þurfa ekki alltaf að sofa í koju. Hér eru tvö rúm höfð á lengdina en takið eftir höfðagaflinum sem nær alla rúmlengdina og kemur inn með mikinn hlýleika.Plássið notað á skynsaman hátt. Falskt gólf með geymsluskúffum undir. 
Ofan á er leiksvæði eða flott svæði fyrir rúmstæði.Skynsöm notkun á háalofti. Koma hlutunum vel fyrir og úr verður besta leikvæði utan svefnherbergis. Það þýðir að herbergið er hugsað sem svefnstaður. Fyrir ró og frið. Gömul húsgögn geta öðlast nýtt líf á nýjum stað. Tekkskenkurinn kominn inn í barnaherbergið, góð geymsla fyrir smærra dót og ofan á myndast leiksvæði. 
2 comments:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...