28 February 2017

ALLT HVÍTT OG VIRKAR FULLKOMLEGA

INNI I HEIMSÓKN




Allt hvítt og virkar fullkomlega. Þrátt fyrir að ég sé algjörlega og eilíflega fyrir að nota liti heima, þá kemur upp spurningin: er hvítt kannski litur? Það fer líklega eftir því við hvern maður talar og hvað maður les, hver niðurstaðan er, en hvítur er hluti af litapalettum og kerfum og spilar meginrullu. Hvít heimili sem farið er með alla leið, finnst mér geta verið virkilega spennandi og heillandi. En eins og alltaf, þá þarf að skína í gegn einstakur og persónulegur stíll og sterk tilfinning fyrir umhverfinu. Hvíta heimilið sem við sjáum mynd af hér er í Mílanó og fer alla leið í hvítri umgjörð. Það sem er spennandi við það er: allt er hvítt til að ýkja áhrifin, skelin er öll hvít fyrir utan dökkt eldhúsgólf, mikið af húsgögnum er í hvítu og ljósu, textíll spilar mikilvægt hlutverk sem einmitt skiptir hvað mestu máli ef á að gera allt hvítt, náttúruleg hráefni njóta sín og eru einföld og mottur eru notaðar til að mýkja. Húsgögnin eru smart og takið eftir hvað litla borðið í eldhúsinu breytir miklu í einföldu umhverfi. ÝTIÐ HÉR til að lesa greinina og sjá allar myndirnar. 




No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...