19 January 2017

SPEGLAR 2016

INNI I SKREYTINGAR
Já, speglar 2016. Þú getur alltaf á þig speglum bætt. Ég sá margar fallegar myndir og útfærslur á speglum á síðasta ári og finnst virkilega tilefni til að minnast á þá sem góða hugmynd til að hugsa um, ef vilji er til að skreyta heimilið enn frekar. Ef þú ert einungis með spegla heima hjá þér til að skoða sjálfan þig, þá eru ekki nógu margir speglar í lífi þínu er sagt. Öll herbergi græða á því að hafa spegil til annarra en nytsamlegra þarfa. Til að endurkasta ljósi, til að skreyta með, ýta undir glamúr. Hvort sem spegillinn er lítill eða stór, í eldhúsinu eða svefnherberginu – speglar eru mikilvægir í því að skapa ákveðið yfirbragð í rými. Myndirnar sýna á virkilega flottan hátt hvernig má nota spegla á óhefðbundinn hátt og í allt öðrum tilgangi en að spegla sjálfan sig. Lesið nánar fyrir myndirnar. Allar myndir Home and Delicious Pinterest details / kitchen / displays / garancedore

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...