24 January 2017

PLÖNTUR 2016

INNI I SKREYTINGAR
Plöntur, ég veit – ég er alltaf að prédika gildi þeirra inni á heimilinu. Mun halda því áfram. Fyrir mig, þá eru plöntur gríðarlega mikilvægar í yfirbragði heimilis. Þær koma inn með liti, hæð, áferð, hreinsa loftið, fylla í eyður, eru til skrauts og eru hreinlega á lífi. Hvað meira má biðja um? Það er einfalt að finna sinn stíl þegar kemur að plöntum eða hvers konar plöntur henta hverju heimili. Ég taldi mér alltaf trú á að það væri vesen að vera með plöntur heima, umpotta, vökva og halda þeim á lífi þegar maður er í burtu. Og þegar við Gunnar byrjuðum að búa þá voru plöntur ekki í umræðunni og varla til í blómabúðum. En það var alltaf eitthvað sem vantaði og ég fyllti upp í skarðið með afskornum blómum við og við. Þegar ég fékk svo fyrstu plöntuna inn á heimilið, var ekki aftur snúið. Núna get ég ekki ímyndað mér heimili okkar án plantna því þær eru svo stór hluti af yfirbragði þess. Myndirnar sem fylgja sýna notkun á plöntum á flottan hátt, flottustu plöntumyndirnar á síðasta ári, og gefa hugmyndir. Lesa nánar til að sjá myndirnar. 
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...