31 January 2017

LOFTÍBÚÐ Í MÍLANÓ 2016

INNI I HEIMSÓKNSpennandi heimili frá 2016. Auðvitað eru mörg falleg og áhugaverð heimili sem gætu fallið í þennan flokk en byrjum á þessu og eigum þá frekar önnur inni. Ég ætla líka að hafa þetta upphafið að þriðjudagsheimsóknum sem ég var með á síðunni fyrir ansi löngu síðan. Þetta Mílanó-loft er síðasta yfirlitsgreinin yfir síðasta ár en jafnframt fyrsta heimilið sem við heimsækjum þetta árið. Ég veit nefnilega að heimsóknir og innlit er þáttur sem vekur áhuga lesenda, forvitni, vonandi jákvæða, því í mínum huga er jákvæð forvitni einlæg og ber vott um skapandi hugsun. Þetta einstaka loft birtist á Remodelista-síðunni og ég sendi ykkur þangað með því að þið klikkið HÉR. Með þessu sjáið þið allar myndir, getið lesið upprunalegan texta og jafnframt er ekki verið að taka frá þeim sem birti fyrstur greinina. En hvað er það annars sem ég hrífst af á þessu heimili? Tjöldin sem hanga úr loftinu og skipta rýminu niður í minni einingar til að brjóta upp annars stórt og opið rými. Takið eftir hvað þau færa inn mikilvægan þátt í notkun á textíl sem er stærsti þátturinn í því að ná fram meiri mýkt og hlýju. Einnig er yfir þessu lofti x-þátturinn sem verður sjálfkrafa til þegar ótrúlega margir þættir smella saman í að skapa eitthvað áhugavert. ÝTIÐ HÉR til að lesa alla greinina og sjá fallegar myndir. No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...