18 January 2017

LITIR 2016

INNI I LITIR
Hver er auðveldasta leiðin til að breyta heima? Að mála. Ekkert annað sem kemst næst jafn miklum breytingum og það að skipta um lit og liti á heimilinu. Hvort sem þú ert fyrir dökka liti eða ljósari, litir skipta bara öllu máli. Á hverju ári ná ákveðnir litir að verða vinsælli en aðrir, ákveðin hjarðhegðun myndast í litavali. Það skiptir engu máli, svo framarlega sem fólk er tilbúið til að prófa sig áfram og reyna við liti þá er ég ánægð. Hvað þá ef sá litur fær þann sama aðila til að þróa sig frekar og verða enn djarfari. Það hvaða lit þú velur á heimilið þitt segir mjög mikið, litir eiga að endurspegla persónur heimilisins og hvernig þær virkilega vilja hafa heima hjá sér en ekki hvað öðrum finnst. Ekki hræðast liti, ef kemur fram óöryggi kauptu litaprufur og málaðu á veggi. Sjáðu hvernig birtan fellur á þá, hvort undirtónninn er sá rétt, hvernig liturinn fer með því sem þú átt. Hvort hann hreinlega segir eitthvað um þig og þú fílar hann. Myndirnar sem fylgja eru af ótrúlega fallegum heimilum því þau eru í svo ótrúlega fallegum litum. Lesið nánar til að sjá allar myndirnar. 
Nánar um hverja mynd þarNo comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...