20 January 2017

LISTAVERK Í ELDHÚSINU 2016

INNI I LISTIR
List í eldhúsinu er eitthvað sem mætti hugsa meira um. List en ekki lyst. Eldhúsið er sá staður sem við eyðum miklum tíma í og þar fer fram mjög mikilvægur hluti fjölskyldulífs. Eldhúsið er jafnframt það herbergi í húsinu sem er hvað mest hannað og hugsað og þegar skipt er um húsnæði er eldhúsið sá staður sem flestir vilja fara í breytingar á. En hvers vegna að eyða öllum þessum peningum í innanhússhönnun, eldhúsinnréttingar og tæki en gleyma svo að klára verkið og klæða eldhúsið fallegum hlutum sem gaman er að hafa í kringum sig? Miðað við notkun ætti eldhúsið að vera hlaðið fallegu dóti og sérstaklega ætti að huga að því að setja þar inn listaverk, málverk og ljósmyndir. Ef það er einhver staður á heimilinu sem slíkt nýtur sín þá er það eldhúsið því fátt keppir við verkið þar inni. Eldhúslist vakti athygli mína 2016 og ég hvet ykkur til að hafa í huga heima við. Lesa nánar til að sjá myndirnar. No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...