30 January 2017

BAÐHERBERGI 2016

INNI I BAÐHERBERGI
Síðustu dagar janúarmánaðar eru að líða og sömuleiðis sá tími sem ég ætlaði til að gera upp síðasta ár þegar kemur að innanhússhönnun, góðum hugmyndum og eftirtektarverðum hlutum. Nú er komið að baðherbergjum. Eina herbergið sem ég tek sérstaklega fyrir, en það er vegna þess að ég tók eftir að á Pinterest að baðherbergjamappan hefur flesta fylgjendur. Fólk er greinilega áhugasamt um baðherbergi og ég held að það tengist því að flestir hefðu ekkert á móti því að eiga virkilega flott og gott baðherbergi. Þar sem má slaka á, endurnærast, þrífa sig og vera í friði. Hönnun og skipulag á baðherberginu er hins vegar eitthvað sem margir hræðast og að gera upp baðherbergi er töluverður kostnaður. Oft held ég samt að fólk ætli sér of mikið með þetta herbergi. Það á að vera svo fullt af hirslum og geymsluplássi fyrir fyrirferðamikla hluti að plássið verður að engu. Í stað þess að hafa herbergið einfalt og sem mest gert úr því ritúali að baða sig. Einfaldara baðherbergi skilar sér í eftirtektarverðara baðherbergi, meiri stíl þegar kemur að útliti og yfirbragð, áferð, hráefni, tækjum. Myndirnar sem fylgja sýna þetta glögglega. Lesa nánar. 
1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...