14 December 2016

HVERNIG MÁ GERA ENN MEIRA KÓSÝ FYRIR JÓLIN?

INNI I MOTTUR


Hvernig verður allt enn meira kósý fyrir jólin? Spurning sem kemur oft upp. Hvað ætti að gefa heimilinu í jólagjöf? Mín skoðun er að gefa því mottu eða mottur. Ég veit nefnilega að það eru ekki margir sem eru mottusafnarar og geta valið úr mottum heima, þvert á móti. Mottur gera útslagið, eins og þið hafið heyrt mig tala um mjög, mjög oft. En þær gera líka útslagið fyrir jólin, til að breyta og bæta heima við. Það má fá mottur í öllum verðflokkum í verslunum. Hvernig væri ein mjög stór? Eða ein stór og önnur miðlungs stór ofan á henni? Ein stór og önnur miðlungs á stærð í sama rými? Möguleikarnir eru margir og skoðið myndirnar til að fá hugmyndir. Takið t.d. eftir mottunni á mynd númer tvö (að neðan). Hvernig henni er komið fyrir undir stólunum en stór hluti hennar látinn standi aftan við stólana. Þar má gera aðra uppstillingu eins og borðinu er fyrir komið á myndinni. Skoðið vel með því að lesa nánar. Mynd 1 aðrar Pinterest


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...