07 December 2016

EINFALDLEIKI Í JÓLASKREYTINGUM

INNI I JÓL
Það er tími kominn á það að tala aðeins um jólaskraut og birta fallegar myndir. Hef hreinlega ekki komist í það og finnst sannarlega þörf á. Finnst þá líka passa vel að fara til að byrja með í einfaldleikann og sýna hvernig minna er meira þegar kemur að jólaskrauti. Fyrir þá sem vilja byrja smátt, þá er þessi stíll sem hér birtist hreinlegur og fallegur og svo líka einfaldlega fyrir þá sem vilja ekki skreyta of mikið. Hér svífur skandinavískur andi yfir vötnum í myndum frá danska fyrirtækinu House Doctor, en þar hafa eigendur og hönnuðir virkilega lagt sig fram við að gera fallegt skraut. Það er verslunin Fakó sem selur vörur House Doctor. Lesið nánar til að sjá miklu fleiri myndir. 

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...