14 November 2016

DÖKKT OG NÝTT

INNI I HÖNNUN
Það er mjög ákveðin tilgangur með því að birta þessa mynd hér á Home and Delicious. Getið þið ímyndað ykkur hver hann er? Jú, sá er tilgangurinn að sýna ykkur hversu ótrúlega spennandi það er að mála nýtt og einfalt húsnæði í mjög dökkum lit. Tilhneiginging í gegnum tíðina hefur verið sú að mála nýtt og einfalt allt hvítt. Það virðist hafa verið mjög gott og gilt samasemmerki þar á milli. En takið eftir því hvað það er fallegt að brjóta upp hefðina og fara út í mjög dökkt. Í nánast öllum nýjum og nýlegum húsum eru mjög stórir gluggar og mikil birta og því ekkert því til fyrirstöðu að mála dökkt (ef fólk er hrætt við að heimilið verði of dökkt). Það gerist ekki! Dökkt umvefur en þrengir alls ekki að (fermetrunum fækkar ekki með dökkri málningu eins og oft virðist vera hugsunin). Með því að mála í dökku er verið að brjóta upp hefðbundið form og kalla fram áhugaverða hlið á arkitektúr hússins. Ég skora á þá sem eiga nýleg, falleg einbýlishús í þessum anda að íhuga það sem ég er að nefna hér! 


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...