15 November 2016

BILLY GEYMIR FLEIRA EN BÆKUR

INNI I HÚSGÖGN
Við skruppum í Ikea í gær, ekki að það sé í frásögur færandi nema hvað að þegar ég gekk í gegnum hilludeildina stoppaði ég snögglega þegar ég rak augun í nýjan lit af Billy bókaskáp. Dökkbláan Billy með glerhurðum. Svo virkilega flottur og öðruvísi. Billy er klassík og ótrúlega sniðug lausn frá Ikea, en þegar horft er á Billy sem einstakan hlut, sbr. einn stakan skáp í dökkbláu, þá verður hann að svo miklu meiri mublu. Myndin hér að ofan er af gráum Billy en ég hafði einmitt tekið hana og geymt af því að mér fannst þessi fallegur sem og notkunin á honum sniðug. Takið nefnilega eftir, að Billy getur geymt svo mikið fleira en bækur. Stílistar Ikea hafa skreytt þessa skápa á snilldarlegan hátt sem áhugasamir ættu að rína vel í til að fá hugmyndir að breytingum í sínum eigin bókahillum og glerskápum. Lesið nánar til að sjá fleiri myndir. 

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...