27 October 2016

TÍMI BORÐDÚKANNA ER UPPRUNNINN

INNI I SKREYTINGAR
Þetta er áminning um að hafa það í huga að skella dúk á borðið. Það er opinber borðdúkatími. Það er eitthvað skemmtilega rómantískt og heillandi við dúkað borð eins og þetta á myndinni. Sem sagt alls ekki þennan stífa, pressaða, veitingahúsadúk. Heldur sjarmerandi, afslappaðan dúk úr hör eða grófri bómull. Ég veit að þið segist ekki nenna því að vera alltaf að þvo dúkinn en prófið í það minnsta á borði sem er ekki í stöðugri notkun. Sjáið hvað er gaman að breyta og hvað dúkurinn gerir mikið. 

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...