11 October 2016

SVEITASÆLA Í UPPSVEITUM NEW YORK

INTERIORS I HOME VISIT
Á Instagram er ýmislegt skemmtilegt og það er sá samfélagsmiðill sem mér þykir áhugaverðast að fylgja. Einn þeirra sem mér finnst gaman að skoða hjá myndir er Hollendingurinn Frank Muytjens, en hann er yfirhönnuður karlmannalínunnar hjá J. Crew. Frank er smekkmaður og tekur gjarnan myndir af bústaðnum sínum í uppsveitum New York. Það er einstaklega huggulegt hjá honum í sveitinni og svo eldar hann og bakar girnilega. Það var svo fyrir tilviljun að ég fann heimsókn til hans í sveitina á kanadísku House and Home síðunni og finnst að sjálfsögðu upplagt að tengja hana hingað inn til að þið getið séð myndirnar og lesið um hann. Ýtið hér til að sjá alla heimsóknina til Frank. 

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...