05 October 2016

MARGAR MOTTUR VERÐA AÐ EINNI STÓRRI

INNI I MOTTUR

 


Þetta er svo ofureinfalt – tvær eða fleiri mottur eru skapaðar til að verða að einni stórri. Ég er svo ofsalega oft spurð að því hvort eigi að vera motta hér eða þar og mottur eru eitthvað sem margir hugsa um en fara svo ekki alla leið með. Ein meðal motta í stóru rými gerir ekki mikið nema hún sé hugsuð algerlega í ákveðið verkefni á ekki stóru svæði. Stórar mottur geta verið mjög dýrar og þá kem ég alltaf með þessa hugmynd að hafa fleiri en eina fallega og pússla þeim saman, leggja saman og úr verður ein. Myndirnar sýna þessa hugmynd en mér finnst koma skemmtileg mynd á rými þegar þetta er gert. Skapar sterkan stíl, sýnir fólk sem þorir sem og leysir „vandann" þegar ekki eru tök á að kaupa eitthvað stórt og dýrt. Fyrir utan það getur verið mjög ópraktískt að hafa risastóra mottu upp á þrif á henni. Lesa nánar til að sjá myndirnar.  Home and Delicious Pinterest undir Mottur / Rugs


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...