26 October 2016

LÝSING TIL ÞÆGINDA OG YNDISAUKA

INNI I LJÓS
Lýsing er til að lýsa upp þann stað þar sem við þurfum á lýsingu að halda. Lýsing er til að lýsa okkur veginn, til að skapa hlýtt andrúmsloft. Hún er til þæginda og yndisauka. Alltof margir líta á lýsingu á þann hátt að hún eigi að lýsa upp heilu og hálfu byggingarnar. Kveikja öll innbyggð loftljós þegar heim er komið seinnipartinn, heimilið er eins og upplýst leiksvið á æfingatíma áður en hafist er handa við að skapa sýninguna. Í raun á lýsing að snúast um allt annað. Lýsing á að snúast um þarfir okkar á henni í hvert skipti. Þegar dimma tekur ættu hangandi ljós, lampar og kerti að taka við og þegar þarf meira er kveikt á sterkari lýsingu sem er þá slökkt þegar hennar þarfnast ekki lengur við. 
Það eru til ótalmörg falleg hangandi ljós í öllum verðflokkum en alltaf er gaman að rekast á ljós sem er virkilega úthugsað og spennandi, eftir áhugaverðan hönnuð en á góðu verði. Formacami ljósin eftir Jaime Hayon eru ein af þeim. Þau eru byggð á þessum gömlu, japönsku hefðum um hrísgrjónapappírsljósin en hönnunin tengd nútímaþörfum. Ég má til með að tala um þau hér því ég er sérlegur aðdáandi pappírsljósa almennt og hef alltaf verið. Það er eitthvað svo innilega áreynslulaust við þau sem heillar mig. Sem og verður lýsingin frá þeim mjúk og þægileg. Lesa nánar til að sjá myndir af ljósunum í  notkun. 

 
1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...