03 October 2016

HUGSUM UM MYNSTRUÐ GÓLF

INNI I GÓLF

Gólfefni eru sá þáttur sem vegur einna þyngst þegar kemur að því að endurnýja og gera upp íbúðir og hús. Stór liður í kostnaðaráætlun og eðlilega hluti sem virkilega þarf að hugsa um. Það sem mér þykir hins vegar skorta á er að fólk taki smá meiri áhættu og hugsi aðeins út fyrir boxið. Þeim hefur fjölgað sem eru til í mynstraðar flísar og að blanda saman gólfefnum, en enn er mjög, mjög langt í að fólk líti á gólfefni sem þátt sem má virkilega fara aðra leið með. Sjáið myndirnar sem fylgja greininni. Mynstraðar flísar, sem ganga svo fyllilega í öll herbergi heimilisins. Að nota slíkar flísar með öðru hráefni getur verið einstaklega fallegt og svo áhugavert. Viðargólf eða flotuð gólf sem fljóta saman með slíkum flísum mynda rými sem þurfa svo lítið annað til að vera öðruvísi. Lesa nánar til að sjá allar myndirnar. 
2, 4, 6 / 5 / othersNo comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...