24 October 2016

HEFURÐU HUGLEITT...

INNI I UPPRÖÐUN
...að gefa sófanum í stofunni meira rými? Gera hann að aðalatriðinu? Draga hann frá veggnum og vel inn á mitt gólfið? Ef ekki, veltu því þá alvarlega fyrir þér til að breyta og bæta, gera rýmið áhugavert og spennandi. Auðvitað er það smá erfitt ef stofan er rosa lítil en samt má alveg hafa í huga þessa mynd hér að ofan. Flottur sófi á miðju gólfi býður upp á að minna dóti sé raðað í kringum hann og stærri hlutir fari upp að veggjum að hluta. Eins upp að sófanum sjálfum, sbr. borð fyrir aftan hann og slíkt. Stakir stólar geta verið hluti af þessari stofueyju en eins staðið saman töluvert frá sófanum. Einnig er þetta mjög flott uppröðun fyrir þá sem vilja ekki hafa of mikið dót í kringum sig. Prófið og sjáið hvað getur gengið! Mynd Est Living
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...