06 October 2016

AÐ NÁ STOFUNNI NIÐUR!

INNI I STOFUR
Þarna er ég að tala um að ná fram afsöppuðu yfirbragði og hafa umhverfið ekki stíft. Það er staðreynd að stofur eiga þetta til, sama hver stíllinn er. Í raun snýst þessi grein um það hvað má læra af stofum þar sem boho/bóhem-stíll er ráðandi. Hvað skyldi það nú vera? Jú, óformlegheit, afslappað rými, vinalegt rými. Það má taka þessi atriði og heimfæra þau á allar stofur og öll stílbrigði. Það þarf að gefa stofum gaum til að gera þær spennandi. Hugsa út fyrir boxið í uppröðun á húsgögnum og aukahlutum. Myndirnar sem fylgja með greininni eru allar til að styðja það sem ég er að tala um. Við hverja og eina tek ég saman hvað má læra af myndinni. Lesa nánar til að sjá og lesa. 
Myndin að ofan sýnir hvað má gera með mottur. Hér er mottan alls ekki nógu stór til að falla undir borðið. Hún er því sett undir annan endann og höfð á ská. Virkilega góð hugmynd. Líka það hvernig plöntur fá að vera ráðandi sem og staðsetningin á bláu stólunum tveimur. Flestir myndu hafa þá saman en hérna eru þeir dregnir í sundur og staðsettir á óvanalegan hátt. Stofa sem sýnir vel hvernig má raða upp húsgögnum í frekar stóru rými. Sófi og stólar ekki alveg saman heldur töluvert á milli þar sem stólarnir taka til sín sófaborð. Annar stóll á móti sófanum 
sem er ekki hluti af hinum. Auðvitað mætti vera borð þar fyrir framan. Tveir eins sófar, mikið bil á milli þeirra og nokkur lítil sófaborð sem brjóta 
formlegheitin algjörlega upp. Þessi mynd er að vísu tekin í verslun en það skiptir ekki máli. Hugmyndin er að í stóru rými má setja upp tvær eyjur sem eru hlið við hlið. Sofar eru hlið við hlið en smá bil á milli þeirra. 
Á móti öðrum eru tveir stólar og borð á milli. Á milli hins sófans sem er minni er 
borð/bekkur eða kubbur og hægindastóll á móti. Getur komið rosa flott úr þegar fólk á 
töluvert af húsgögnum sem má púsla saman. Plöntur í grúppu í einu horninu og dýnur og púðar til að fleygja sér á. Stofur þurfa ekki alltaf formleg húsgögn til að fólk sitji á. Púðar af öllum stærðum 
geta komið þar inn með.   Gólfpúðar og hornsófi/bekkur sem er sérsmíðaður inn. Þá hugmynd má nota í stofum 
sama hver stíllinn er. Sniður hugmynd að notkun á rými almennt. Sófi til að slaka á í. Í raun sófi og hvíldaraðstaða. Dýpri og stærri eining. 
Getur komið mjög flott út þar sem þetta er gert. 
Nokkur minni borð í stað þess að nota eitt stórt. Ólíkur stíll á húsgögnum í sama rýminu. Ekkert sófasett hér! Heillandi. Geggjuð hugmynd fyrir þá sem þora. Lítið rými ber það alveg að hafa þar inni stóra hluti. Þetta snýst allt um hvernig hlutirnir eru 
kláraðir í uppsetningu og stíl. Einn hlutur í yfirstærð í litlu rými gjörbreytir því í herbergi 
sem er spennandi. 


Allar myndir Home and Delicious Pinterest, Living areasNo comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...