05 September 2016

NÝIR LITIR TIL AÐ PRÓFA Á NÝRRI ÁRSTÍÐ

INNI I LITIRJötun málning er sú málning sem við höfum notað mjög mikið. Við hnutum svolítið um hana fyrir nokkrum árum fyrir hálfgerða tilvilviljun en höfum síðan ekki notað annað. Áferðin er sérlega falleg og hentar okkur og svo eru það litirnir sem koma einkar vel út. Sé rýnt í litinn sést hversu þéttur og fallegur hann er. Hjá Jötun er unnið gott starf þegar kemur að litakortum, vinnslu á litum og samtvinnun þeirra. Árlega er gefið út litakort og nú nýlega kom kortið fyrir árið 2017 út. Það sem að einkennir alltaf litakortin er að litirnir eru með virkilegt notagildi. Þetta eru litir sem henta heimilum sem og á öðrum stöðum. Kortið fyrir 2017 fer svolítið meira en venjulega út í víðan skala af brúntónum og jarðlitum sem eru hafðir dekkri en venjan hefur verið síðustu ár. Einnig sjást mjúkir og ljósir bleikir tónar, þeir sem hafa verið áberandi undanfarið í innanhúss- og fatahönnun. Litur sem mér finnst klassískur og fallegur til að nota heima. Fögnum litríkum veruleika! 


Myndir Jötun, nýr bæklingur fyrir árið 2017

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...