26 September 2016

MÁNUDAGSMIX

INNI I STEMMNING
Við vorum að koma heim úr yndislegu fríi á Sardiníu. Gott veður, sumar og sól, matur og afslappað andrúmsloft. Það er eitthvað svo notalegt við það að dvelja á stöðum þar sem tilveran er ekki alveg eins hröð og maður er vanur. Þótt fólk hafi nóg á sinni könnu þá er daglegt líf metið á annan hátt. Einhvern veginn finnur maður ekki eins mikið fyrir kappi og keppni, það hvað allir hafa svaka mikið að gera! Og það er einhvern veginn ekki sjálfsagt og eðlilegt að finnast maður ekki hafa nógu marga klukkutíma í sólarhringnum og vera mikið að tala um það. Það er tími fyrir fjölskyldu og vini, að setjast niður og borða og njóta. Njóta dagsins í hversdagsleikanum. Nú skulum við koma okkur í mánudaggírinn á slíkum ólegum nótum og skoða fallegar myndir sem veita okkur innblástur fyrir komandi viku. Lesa nánar til að sjá allar myndirnar. 
Allar myndirnar eru teknar af Tumblr-síðunni The poetry of material things. No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...