06 September 2016

LJÓSBLEIKT / FÖLBLEIKT – VIRKILEGA TIL AÐ ÍHUGA

INNI I LITIR

Ljósbleikir eða fölbleikir tónar hafa sést meira en venjulega undanfarið. Gott mál, enda virkilega fallegir litir. Þeir eru í fötum, snyrtivörum, heimilisvörum og einnig veggmálningu. Ég nefndi það í síðasta pósti, um nýjasta litakortið frá Jötun, að þessir litir væru fyrir mér miklu meiri klassík en tískufyrirbrygði. Skoðið myndirnar sem fylgja þessari grein. Virkilega fallegur bakgrunnur. Grunnur sem má íhuga í stað þess að nota hvítt eða ljósbeige. Myndin að ofan sýnir þetta glöggt. Ef þessi húsgögn stæðu við hvítan eða ljósan vegg, tækju þau sig ekki eins sérstaklega út. En af því að liturinn er sem hann er, þá verða þau miklu meira spes. Ég tek það fram að hvítt getur verið einstaklega fallegt og lýst stíl og sérkennum fólks og gert rými alveg ótrúlegt. En í svo ótalmörgum tilfellum myndi það henta svo mörgum heimilum að hafa annan grunntón en hvítan! Lesið nánar til að skoða allar myndirnar.

Allar myndir eru af Pinterest síðu Home and Delicious, litamöppunni, 
þar má finna ítarlegri upplýsingar um hverja mynd


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...