08 September 2016

GARDÍNUR/TJÖLD SKIPTA RÝMI

INNI I GÓÐ HUGMYND
Það sem mér finnst virkilega flott í Ikea bæklingnum nýja er notkun á gardínum/tjöldum til að skipta rými eða sem tjöld fyrir skápa og hurðagöt. Ég hef alltaf verið rosa hrifin af þessari hugmynd og notaði hana m.a. fyrst í meistaraverkefninu mínu á sínum tíma. Mér finnst notkun á tjöldum vannýtt en margir muna eftir úr æsku sinni að tjöld hafi verið sett fyrir skápa því ekki var allt keypt í einu þegar verið var að innrétta! Við notum tjöld mjög mikið fyrir skápa í bústaðnum okkar og ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi. Hins vegar þætti mér mjög gaman að geta innréttað rými þar sem mætti nota þessa hugmynd; að hafa síð tjöld til að skipta herbergi niður í smærri einingar. Þetta er hugmynd fyrir áhugasama til að velta fyrir sér. Lesa nánar fyrir allar myndirnar. 
Myndir frá Ikea á Íslandi
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...