15 August 2016

SAGA MYNDARINNAR

INNI I SMÁATRIÐI
Þvílíkt eldhús! Ég gat ekki hætt að horfa á það þegar ég sá það fyrst. Liturinn, skipulagið, húsgögnin, hlutirnir, uppsetningin. Allt atriði sem heilla mig í eldhúsi. Klassískt yfirbragð en án formfestu sem bindur allt niður. Svo komst ég að sögu myndarinnar! Um er að ræða pop-up verslun í íbúð á vegum sænska fyrirtækisins Artilleriet í Gautaborg. Sú verslun er þekkt fyrir einstakt yfirbragð sitt og íbúðin endurspeglar þeirra áherslur. Önnur herbergi í húsinu eru jafn spennandi og ég skora á ykkur að skoða þau með því að SMELLA Á SLÓÐINA og sjá myndir sem Johanna Bradford tók og eru á hennar heimasíðu. 2 comments:

  1. Ég segi bara vá!!! þetta er ótrúlega flott.
    takk fyrir að deila með okkur.
    kveðja Stína

    ReplyDelete
  2. gaman og gott að heyra - takk fyrir að skoða...

    ReplyDelete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...