27 August 2016

NOTHÆF HELGARHUGMYND

INNI I GÓÐ HUGMYND
Margir nota helgarnar til að stússa eitthvað heima við. Þrífa, taka til, breyta og bæta. Þess vegna ætla ég reglulega að gefa ykkur helgarhugmyndir sem mér finnst skemmtilegar, einfaldar, fljótlegar og framkvæmanlegar án of mikillar fyrirhafnar. Sú fyrsta er hér; rúmgafl. Það eru mjög margir sem spyrja mig um rúm og rúmgafla almennt. Þessi hugmynd finnst mér alveg virkilega flott, fersk og einföld. Þarna má annað hvort nota gamlan rúmgafl og setja yfir hann fallegt efni eða teppi. En eins má helgja upp gardínustöng og setja efnið yfir. Hvítt er þetta ferska og hreinlega en að sjálfsögðu koma aðrir litir vel út líka. Einnig falleg teppi. Hugmynd í safnið! Myndin er frá Ikea/Livet Hemma. 
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...