29 August 2016

IKEA – MEÐ ÖÐRUM AUGUM

INNI I GÓÐ HUGMYND
Ikea bæklingurinn er kominn fyrir árið 2016. Líklega vinsælasta lesefni þjóðarinnar. Ekki að undra. Hvar værum við án Ikea? Hafið þið velt því fyrir ykkur hvað Ikea-hugmyndin gjörbreytti aðgangi fólks að húsgögnum og aukahlutum fyrir heimilið? Það er alltaf gaman að fletta bæklingnum í fyrsta sinn, spá og spekúlera. En það sem mér finnst skemmtilegast er að fara í gegnum hann og pikka út hugmyndir sem mér finnst öðruvísi og gaman að benda fólki á að prófa eða hafa í huga. Hér er ég með sex myndir og hugmyndir sem standa uppúr þetta árið. 

Hugmynd eitt; hilla, án baks, sem sést í gegnum. Mjög létt og fyrirferðalítil. Staðsett fyrir framan glugga þannig að helmingur hennar stendur fyrir glugganum. Kemur flott út. Full af plöntum verður hún að hálfgerðu gróðurhúsi en þetta er hugmynd sem má nota á allt annan hátt. Þáttur í því að raða aðeins öðruvísi upp í stofunni og brjóta hið fasta form. Lesa nánar til að sjá hinar fimm hugmyndirnar. 

Hugmynd tvö; hillur í eldhúsið. Alls ekki ný hugmynd en flott. Venjulega setur fólk eina eða tvær hillur upp en hér eru það fimm. Miklu áhrifameira að sjá allt þetta fallega dót uppi í eldhúsinu en loka það inni í skápum. Veggurinn fer undir hillurnar. Takið eftir að það er margt ólíkt dót í þeim og það má blanda og nota ólíka hluti.  Hugmynd þrjú; yndislegar svalir. En það eru ekki svalirnar sem heilla mest heldur hillueiningarnar á svölunum. Bæði sú háa og lága eru virkilega góðar til að blanda með öðrum húsgögnum og stílbrigðum og þá í öllum herbergjum í húsinu. Svo einfalt og hrátt að það heillar. Hugmynd fjögur; notkun á snögum og snagabrettum. Ég er mjög hrifin af þessum snagabrettum á myndinni fyrir einfaldleika þeirra. Og almennt er ég líka mjög hrifin af snagabrettum. Mér finnst notkun á snögum alls ekki næg miðað við hvað þeir geta borið. Einhvern veginn er eins og það sé alltaf verið að spara fjölda snaga þar sem þeir eru settir upp í stað þess að spara þá alls ekki. Eitt snagabretti er ok en tvö eða þrjú miklu betra og flottara. Fest upp í röð og undir allt mögulegt. Hér undir skart og aukahluti og þá í allt annarri hæð en venjulega. Hugmynd fimm; leyfðu þínum innri litríka persónuleika að njóta sín heima við sem og annars staðar. Hvers vegna alltaf að fara öruggu leiðina? Er ekki miklu skemmtilegra að velja liti og það fleiri en tvo eða þrjá? Setja saman og gera úr því einstaka heild? Ef þessi leið er farin þarf samt sem áður að vanda valið á litunum saman svo heildarútkoman virki. Hugmynd sex; kojan í stofunni. Virkilega öðruvísi og fjölskylduvænt. Ekki rúm heldur sófi á tveimur hæðum. Takið eftir hvað kojan passar virkilega vel inn í umhverfið og verður síður en svo furðuleg. Einstök hugmynd til að brjóta upp fast form og skapa persónuleika. 

Allar myndir í gegnum Ikea á Íslandi

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...