11 May 2016

SAGA MYNDARINNAR – MALIBUTÖFRAR

INNI I HEIMILI
Saga myndarinnar er heiti á nýjum kafla hér á Home and Delicious. Eins og ég hef nefnt oft áður, þá hnýt ég stundum um myndir sem heilla mig rosa mikið og gera mig forvitna um umhverfi hennar. Ég fer að ímynda mér hluti og fabúlera. Finn ekkert meira þar til dag einn, mánaðum eða jafnvel árum seinna...búmm, þarna er hún og saga hennar. Þannig er það með myndina hér að ofan. Mér finnst hún einstaklega falleg og allt við hana. Svo einn daginn þegar ég er að skoða síðu sem ég fylgi, er þá ekki myndin fyrir framan mig og allt um umhverfi hennar. Hún er tekin á heimili ameríska innanhússhönnuðarins Richard Shapiro í Malibu í Kaliforníu. Þið skuluð skoða heildarmyndina sjálf með því að ÝTA HÉR
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...