23 May 2016

ÖÐRUVÍSI STOFA – SKEMMTILEGRA UMHVERFI

INNI I HÖNNUN
Skipulagið í stofunni þarf ekki að vera svona hefðbundið eins og margir sjá fyrir sér. Það má leika sér miklu meira með hlutina en gert er, prófa, breyta og bæta, færa til alveg endalaust til að ná þeirri tilfinningu að verða virkilega ánægður og finna fyrir jafnvægi og flæði í rýminu. Sófi upp við vegg ætti alltaf að vera sófi EKKI alveg upp við vegg. Ekki ýta sófanum alveg upp að veggnum. Um leið og hann er kominn aðeins frá honum og svæði myndast fyrir aftan hann léttist umhverfið. Leikið með ýmis húsgögn stór og smá, sækið eitthvað í stofuna sem var allt annars staðar áður, raðið upp og prófið ykkur áfram. Efri myndin hefur styrkleika í bekknum sem liggur eftir stofuveggnum og hvernig húsgögnin eru nánast eins og bara einhvers staðar. Það myndar afslappandi óformlegheit! Neðri myndin er aðeins pressaðri en samt óhefðbundin. Fyrir utan svarta veggina þá er það borðið staðsett fyrir framan veggborðið sem er mjög óvenjulegt, litli skápurinn undir borðinu og risastóra skálin. Líka mottan ofan á sisal-teppinu. Nýtið ykkur þessar hugmyndir til að skoða og reyna! 

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...