09 May 2016

NÝTT VERKEFNI – REYKJAVÍK APARTMENTS

LIFUN I HÖNNUN




Síðustu níu mánuðina eða svo hef ég verið svo heppin að vinna að einstaklega skemmtilegu verkefni. Ég hef verið innanhússhönnuður að nýju íbúðahóteli sem er á Vatnsstíg, Reykjavík Apartments, og var opnað fyrir nokkrum dögum síðan. Í heildina er hótelið að verða klárt en samt er alltaf eitthvað eftir. Atriði hér og þar og ýmislegt sem kemur aðeins seinna þar sem sumarið er handan við hornið. Heildarmyndin er þó komin og hér fylgja nokkrar myndir. Íbúðirnar eru í gömlu iðnaðarhúsnæði sem áður hýsti íbúðahótel en allt saman hefur verið gert einstaklega vel upp. Hrátt yfirbragð húsnæðisins nær sums staðar að skína í gegn og bauð mér upp á að halda útlitinu örlítið hráu og einföldu. Ég spila með liti og blandað yfirbragð með sterkum smáatriðum og húsgögnum. Ég mun setja fleiri myndir inn af íbúðunum um leið og eitthvað bætist við. Farið inn á heimasíðu Reykjavík Apartments HÉR
























Myndir Gunnar Sverrisson / Home and Delicious / Reykjavík Apartments




1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...