02 May 2016

ELDHÚS: GAMALT OG MUN NÝRRA Í EINUM PAKKA

INNI I ELDHÚS

Vandlega úthugsuð og vel framkvæmd hugmynd að blönduðu herbergi í stíl og umgjörð er alltaf sigurvegari í samanburði við önnur. Slík eldhús ná mér alltaf, ég staldra við og spái í þau. Hvort þau séu svona í raun þar sem íbúarnir elska eldhúsin sín og nota þau til að elda og baka. Eða bara af því að þeim hefur verið stillt upp. Það er samt alltaf hægt að sjá muninn í tilfinningunni í myndinni. Eldhúsin sem hér eru, eru einfaldlega skemmtileg. Ólík í útliti en eiga það sammerkt að það gamla er með því nýrra í að gera eitthvað einstakt. Það efra er meira afslappað rými sem verður miklu meira á endanum en bara eldhús. Það er virkilegur samverustaður. Það neðra er meira akkúrat en skemmtilega uppsett og blandað í efni og litum. Virkilega áhugaverð blanda til að hafa í huga fyrir þá sem eiga einföld og hvít eldhús sem þeir vilja gera meira fyrir. Bæði eru eldhúsin einstök að mínu mati, persónuleg og virkilega öðruvísi. 

eldhús, gamalt og nýtt

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...