28 April 2016

VINSÆLASTA PINNIÐ ER...

TÍSKA I RENDUR...tvær vikur í röð; blazer og röndóttur bolur. Mynd af klassískri samsetningu sem virðist hafa náð athygli þeirra sem eru á Pinterest. Líklega eitthvað ferskt og fágað sem fangar augað. Þrátt fyrir að það sé auðvelt að fara í röndóttan bol og jakka þá er það ekki samasem merki á milli þess að samsetningin virki á áhugaverðan hátt. Það er auðvelt að dressa sig upp og niður í röndum og jakka allt eftir stíl en í svona klassísku lúkki þá þarf alltaf inn einhvern x-þátt sem virkilega gerir dressið og útlitið að spennandi ásjónu. Á myndinni eru það lausar gallabuxurnar og óheflaðar á móti vel sniðnum jakkanum. Ermarnar koma niður fyrir sem gerir yfirbragðið frjálsara en það er taskan, blessuð taskan sem setur punktinn yfir i-ið. Lesið nánar til að sjá fleiri samsetningar. 
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...