06 April 2016

VINSÆLASTA PINNIÐ ER...

INNI I HERBERGI
Vinsælasta pinnið á Pinterest hjá Home and Delicious í síðustu viku var þetta hér að ofan. Þetta er eldhús sem ég hef alltaf verið mjög hrifin af. Nokkuð mörg ár síðan ég sá það fyrst og það að það sé vinsælt núna sýnir hversu tímalaust og vel hugsað það er. Bast er efni sem alltaf virðist passa inn og gerir umhverfið afslappað, dökkbæsaður viður gengur með öllu og öllum litum, röndóttar mottur lífga upp á allt rými og græn lauf færa náttúruna inn. Eldhúsið er á heimili DAY hjónanna, Marianne Brandi og Keld Mikkelsen (þau sem eiga danska tískumerkið DAY). Eldhúsið er á heimili sem þau eiga, eða áttu í það minnsta, í Karabískahafinu. Með greininni fylgja myndir af öðrum sjónarhornum á eldhúsið sem og myndir af eldhúsum úr öðrum húsum sem þau hafa átt og birst hafa víða. Lesa nánar fyrir myndirnar. 

Heimili Marienne Brandi og Keld Mikkelsen 


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...