27 April 2016

SPEGILL, SPEGILL...HRINGLAGA ÞÓ!

INNI I SMÁATRIÐI
Í okkar miklu kassalaga veröld er virkileg þörf á því að mýkja upp formin. Innréttingar og húsgögn eru að mestu leiti kassalaga og heimilin einkennast af því formi. En til að ná góðu jafnvægi í umhverfinu, láta allt vinna saman og vera áhugavert þarf að huga að því að nota hringlaga form með. Það skiptir miklu máli. Ég gæti talað um hringborð, hliðarborð, pullur og fleira en núna ætla ég að nefna og sýna ykkur hringlaga spegla. Ekki bara einhverja spegla, heldur stóra hringlaga spegla sem brjóta upp form í rými. Það skiptir ekki máli hvort þeir eru með ramma eða ekki, bara það sem þú vilt og passar þínum stíl. Þeir ganga inn í öll herbergi í húsinu, og mega einmitt vera stórir í smáu rými til að ýkja áhrifin. Að bæta inn spegli sem þessum er einföld lausn og oft ódýr en virkilega áhrifamikil. Hafið hugann opinn fyrir stórum hringlaga spegli ef ykkur finnst eitthvað vanta uppá þegar þið horfið yfir herbergið! Lesa nánar til að sjá allar myndirnar. 2 / 3 4 / 5 / 6 / 7
1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...