22 April 2016

PARÍSARHEIMSÓKN TIL ÞEKKTS HÖNNUÐAR

INNI I HEIMSÓKN
Hvaða hönnuður haldið þið að búi þarna? Það er fatahönnuðurinn Clare Waight Keller, hönnuður franska tískumerkisins Chloé. Að sjálfsögðu er heimili hennar í París þar sem hún vinnur og í þessari líka fallegu íbúð. Heimilið er að mínu mati einstaklega huggulegt, persónulegt og skemmtilega blandað og ber sterkan keim af hönnun hennar og þeim stíl sem hún stendur fyrir. Heimilið fann ég á síðu sem ég hef fylgt lengi, Habitually Chic, og til að sjá alla heimsóknina og fá frekari upplýsingar þá skulið þið ÝTA HÉR til að komast beint inn á síðuna og sjá meira. 1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...