07 April 2016

HÆÐIR OG LÆGÐIR Í SJÓNRÆNU SAMSPILI

INNI I HÖNNUN
Hátt og lágt og allt þar á milli. Það er einmitt eitthvað til að hugsa um þegar kemur að því að raða húsgögnum og hlutum inn í rými. Sé allt í svipaðri hæð og ekkert fyrir ofan nema tómur veggurinn, er engin spenna. Hæðir og lægðir eiga að fá að fljóta um í húsgögnum, lömpum, myndum, plöntum og öðru skrauti. Myndirnar eru úr Vitra húsinu, sem skreytt er Vitra húsgögnum og fylgihlutum ásamt öðru. Innanhússhönnun var í höndum Ilse Crawford og starfsmanna hennar í Studio Ilse. Takið eftir því hve hæðir og lægðir eru miklar þegar þið horfið á uppstillingu í rýminu. Eins og að horfa á fallegt landslag! Lesa nánar fyrir allar myndirnar. 


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...