02 March 2016

SAMA STOFAN – FJÓRAR ÚTGÁFUR

INNI I SMÁATRIÐI
Smáatriðin eins og þau gerast best. Einstaklega fallegt. Eins og þið sjáið þá er myndin hér að ofan tekin úr tímariti. Ég gat ekki með nokkru móti fundið hana annars staðar. Hún er úr ítalska Elle Decor og ljósmyndarinn er Andrea Ferrari. Mér finnst þessi mynd ofsalega falleg. Litadýptin, hlutirnir, uppröðunin. En þetta er langt í frá að vera í fyrsta skipti sem við sjáum þessa stofu. Í gegnum árin hefur hún verið notuð í hina ýmsu bæklinga en fyrst sá ég þessa íbúð í bæklingi fyrir B&B Italia fyrir mörgum árum. Myndin að ofan er hins vegar úr innliti til listamannanna sem búa þarna í raun en takið eftir að þótt hinar myndirnar séu auglýsingamiðaðar, þá eru það persónulegir hlutir og uppröðun á þeim sem skipta höfuðmáli á myndinni. Alls staðar er horft til þeirra þátta sem persónulegur stíll skapar. Lesa nánar fyrir fleiri myndir. 
1 / 2 / 3 / 4


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...