14 March 2016

MATARLAKKRÍSHÁTÍÐ

MATUR I UPPLIFUN
Hafið þið prófað að nota lakkrís í mat eða bakstur? Það er virkilega spennandi fyrir alla kokka að prófa og upplifa. Lakkrís er nefnilega ekki bara sælgæti, heldur líka krydd sem á fyllilega rétt á sér í kryddhillunni. Um helgina vorum við svo heppin að fá að upplifa einstakan kvöldverð þar sem lakkrís var í forgrunni. Við megum til með að sýna ykkur myndir úr eldhúsinu meðan allt var á fullu, en Gunnar fylgdist grannt með. Kvöldverðurinn var á Kolabrautinni í Hörpu og það voru matreiðslumenn þar, með yfirmatreiðslumanninn Georg í fararbroddi, sem báru á borð virkilega ljúffengan mat. Lakkrísinn sem notaður var er frá danska fyrirtækinu Johan Bülow en það er Epal sem selur hann og allar vörurnar frá fyrirtækinu. Lakkrísinn var notaður þetta kvöld á mjög fjölbreyttan hátt. Meðal annars í smjör, rúgbrauð, hvítkál, ravioli, andabringu, skyr og marengs. Ég skora á alla áhugasama að prófa þetta gæðahráefni. Hver veit nema ég skelli fljótlega inn einhverri heimalagaðri uppskrift með lakkrísívafi. 


Myndir Gunnar / Home and DeliciousNo comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...