31 March 2016

HEFUR ÞÚ HUGLEITT...

INNI I SKIPULAG
...að raða upp í stofuna þína á aðeins öðruvísi hátt en „venjan" er? Til að ná fram áhrifum sem gleðja augað í stofunni þá þarf uppröðunin þar að vera skemmtileg! Myndirnar sem hér fylgja sýna glöggt hvernig skipta má nokkuð stóru rými niður í þrjár einingar sem þó eru allar ein heild. Í mörgum húsum á Íslandi eru nokkuð stórar stofur og oft á tíðum er fólk í vandræðum hvernig hægt er að raða inn í þær. Þessi leið er sannarlega eitthvað til að prófa. Stóru borði, hér tveimur eins borðum, er komið þannig fyrir að það skipti rýminu. Öðrum megin er stofa við arin og hinum megin sjónvarpsrými. Borðið er svo til ýmissa hluta nytsamlegt og prýtt fallegum hlutum. Þessi hugmynd er alls ekki eingögnu nothæf í stórum rýmum, hana má nota í miklu minna plássi en þá er ljóst að húsgögnin eru bara færri og sum hver kannski aðeins minni. Ekki gleyma þó að það er nauðsynlegt að hafa húsgögin stór og lítil í bland, því það sem kannski virðist of stórt getur einmitt verið það sem gerir útslagið í herberginu. 


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...