19 February 2016

PRÍVAT LÍF HEIMA VIÐ

INNI I SMÁATRIÐI
Heimilið er okkar og það sem er innan veggja þess talar okkar máli, segir hverjir búa þar. Þannig má orða smá setningu um heimilið og lýsa því í stuttu máli. Heimilið er heimur fólks sem þar býr, með ólíkar þarfir og hugsanir, og tilgangur þess er að láta íbúana finnast þeir öruggastir heima, líða best heima, vera þeir sjálfir heima. Til að það takist er það m.a. sagan og minningarnar sem fylgja okkur sem ættu að birtast okkur í hlutum sem við höfum í kringum okkur. Hlutir sem skipta okkur máli, fá okkur til að brosa, gera okkur glöð, láta okkur líða vel. Það eru hlutir sem eiga að vera inni á heimilinu. Myndirnar sýna nokkrar hugmyndir að framsetningu á slíkum hlutum. Góða helgi!


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...