05 February 2016

ÞETTA VIRKAR

INNI I SMÁATRIÐI
Það er smá föstudags í þessari mynd. Ég set hana inn sem stemmningu fyrir helgina, þar sem hugurinn reikar í veðri sem þessu í kofa úti í skógi. En hún er líka hér því það er allt sem virkar á henni. Umgjörðin er heildstæð og rímar, afslappað umhverfi sem kallast á við timburhúsið og óformlegt yfirbragð þess. Það sem heillar mig þó mest og mér finnst virka best er járnrúmið í stofunni. Það gerir umhverfið að því sem það er að hafa ekki formlegan sófa. 
Reyndar eigum við svona rúm og höfum átt í tíu ár. Það er ein snilldin frá Ikea. Það er notað sem rúm en hefur reyndar einu sinni verið notað í stofunni hjá okkur einmitt sem legubekkur til að brjóta upp formlega heild sem fylgir gjarnan stofum. Ég hef verið að horfa hýru auga til þess á ný og sé það fyrir mér á allt öðrum stað en þar sem það er. Kannski gerist það! 

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...