28 January 2016

VINSÆLASTA PINNIÐ SEM OG LITURINN ER...

INNI I NÚNA
Ég var að fá tölvupóst frá Pinterest sem tilkynnti mér vinsælasta pinnið mitt síðustu vikuna. Það er myndin hér að ofan; af ljósbleiku hurðinni. Það kemur mér ekki á óvart því undiraldan síðustu vikurnar hefur verið með ljósbleikum tónum. Ljósbleikt er ekki lengur eingöngu tengt við glamúr og kvenleika, heldur er litur sem skal taka mark á fyrir fegurð, möguleika og það að vera öðruvísi þegar hann er notaður inni. Ljósbleikir tónar eru endalaust margir eins og á við um alla liti, og hér gildir það að finna þann sem hentar og má tengja við aðra liti í umhverfinu. Þeir eru fallegir við dökka liti í gráu, svart og hvítt. Fínlegra umhverfi má klæða með gylltu og lekkeru yfirbragði á meðan ljósbleikir tónar fara glæsilega með grófari umgjörð og hráu yfirbragði. Lesa nánar til að sjá fleiri myndir. 
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...