12 January 2016

ÉG VONA EN...

LIFUN I VERUM
2016 er hér og fyrstu dagarnir á árinu nú þegar liðnir. Gleðilegt ár kæru lesendur! Nú hefjum við nýtt Home and Delicious ár. Þið spyrjið kannski af hverju okkar ár hefjist seinna en ykkar. Okkar hófst á sama tíma en við þurftum bara smá tíma til að telja frá tíu og niður. Við erum spennt fyrir nýrri byrjun og þakklát fyrir árið sem er liðið. Fyrir marga þá er nýtt ár ferskt upphaf. Fullt af vonum og væntingum. En slíkar vonir og væntingar eru jafnframt krefjandi úrlausnarefni. Fyrir þá sem eru gjarnir á að hugsa og jafnvel ofhugsa hlutina til að sjá þá sem heild með tilgang, þá koma upp endalausar spurningar inn á milli til að vinna úr. Það er ekki nóg að skrifa nýársheitin niður í nýja dagbók. Við höfum okkar vonir fyrir árið sem er framundan; fyrir okkur, fjölskylduna, Home and Delicious, heiminn...en allt sem við vitum er að við vitum ekki neitt! Lifum fyrir hvern dag. Of mikið skipulag og framtíðarplön eru ekki fyrir okkur. Við vonum en...No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...