26 January 2016

MANSTU EFTIR ÞESSU?

INNI I NÚNA


 


Flashback eða hvað? Munið þið ekki eftir þessum handofnu veggverkum sem voru á ófáum heimilum fyrir ansi mörgum árum? Sennilega eru rúmlega 30 ár síðan. Þau voru síðan látin hverfa og hafa hreinlega ekki sést síðan. Fyrr en núna! Og ég er virkilega ánægð með að sjá þau aftur því þau koma með skemmtilegan þátt inn í heimilisflóruna. Veggverkin/teppin eru skraut sem falla inn í uppstillingar og verða hluti af þeim. Þau eru flott með á myndavegginn. Í kringum stórar plöntur og á ýmsum öðrum stöðum. Þau sýna líka og sanna þann spíral sem tískan er; tískan sem það ferli sem tekur inn hluti og losar sig við þá aftur óháð stíl. Það sem er nýtt verður gamalt og gamalt verður svo aftur nýtt! Lesa nánar fyrir fleiri myndir. 
1 / 3

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...