13 January 2016

ÞETTA VIRKAR

INNI I SMÁATRIÐI
Hvað er það við þessa mynd sem virkar? Í henni er samhljómur, heild, sem gleður og næmt auga greinir fagurfræðina. Hún sýnir líka hlut sem mér finnst alltof sjaldan íhugaður og hann er að nota þunn tjöld fyrir glugga. Tjöld sem falla mjúkt. Sem sést aðeins í gegnum. Sem sýna á forvitnilegan hátt útlínur þess sem er á bak við tjöldin. Alltof oft eru gluggar huldir með rúllugardínum, filmum og strimlum sem lítið sést í gegnum eða framhjá. Það myndast ákveðin tilfinning í rýminu eins og í helli. Fyrir mjög stórum gluggum eru valkostirnir ekki margir en samt! Oft kæmi annað til greina og eins þegar um minni glugga er að ræða. Gluggatjöld koma inn með mýkt, efni og áferð sem skiptir máli í öllum rýmum til að gera þau vistlegri, þ.e. ef gluggatjalda er þörf til að hylja. Takið eftir hvað plantan verður áhrifarík og hreinlega listræn í gegnum hvíta bómullina. Samhljómur, ekki rétt? 


Mynd Poetry of Material Things
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...