16 November 2015

VINNUFATNAÐUR?

TÍSKAVinnufatnaður vs. þægindafatnaður. Ég er fanatísk á að klæða mig í þægileg föt og líða vel. Get illa stífleika og eitthvað sem heftar. Þá er ég ekki að tala um að grípa í næsta jogging og gamlan bol, auðvitað gerist það og þá sérstaklega snemma á myrkum skammdegismorgnum. Og ég veit að þeir sem þurfa að klæðast sérstökum vinnufatnaði allan daginn hljóta að elska það að komast úr honum. En þar sem ég vinn heima og hef gert svakalega lengi, þá hefur það að sjálfsögðu mótað fataskápinn minn. Ég þarf ekki mikið að eiga af fínni fatnaði og því sem myndi kallast við hæfi á skrifstofunni. Minn vinnufatnaður er bara svona frekar huggulegur þæindafatnaður með áherslu á smáatriði og óvæntar samsetningar. Sennilega það sem margir myndu frekar klæðast um helgar þegar engin vinna er. Þess vegna er ég alltaf rosa ánægð þegar ég rekst á flottar samsetningar af þess háttar fötum og núna hef ég safnað þeim nokkrum sem ég sýni ykkur í þessari grein. Lesið nánar til að sjá allar myndirnar af þeim vinnufötum sem henta mér! No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...